Styttur um helming

Punktar

Ég hafði nýlega námskeið í textastíl við Háskólann í Reykjavík. Við gerðum okkur að leik að laga texta úr prentmiðlum. Við klipptum óþörf orð og orðasambönd og styttum málsgreinar. Þannig var hægðarleikur að stytta forsíðufréttir Moggans um helming án þess að neitt týndist af innihaldinu. Við eyddum froðu og klisjum, sem ræðumenn bæta við texta meðan þeir eru að hugsa um, hvað þeir eigi að segja næst. Við klipptum óþörf lýsingar- og atviksorð og settum sérstæk sagnorð í staðinn. Enginn texti í fréttum Moggans var svo góður, að ekki mætti stytta hann átakalítið um helming.