Stýrt með röddinni

Fjölmiðlun

Innrás farsíma í tölvuheiminn hefur gengið hægar en vonað var. Netvæddir símar hafa komið til sögunnar, en þungt er að nota þá. Hafa ekki lyklaborð eins og Blackberry. Það er kleppsvinna að slá inn vefslóðir. Og hönnun vefsíðna aflagast í litlum símaskjá. Gagnaflutningur umfram skilaboð er á þessu ári aðeins 12% af símatekjum í stað þeirra 50%, sem spáð var fyrir sjö árum. Hugbúnaðurinn Android frá Google og iPhone frá Apple eru skref ársins í rétta átt. En meira þarf, ef duga skal. Til að nýtast vefnum þurfa símar að fara úr klossaðri stjórnun með hnöppum. Yfir í stjórn með rödd.