Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður fékk 25 milljónir í prófkjör sitt. Útvegaði þar á ofan tugi milljóna frá bönkunum til Sjálfstæðisflokksins. Björn Valur Gíslason alþingismaður kallar þetta mútur. Peningavaldið borgi Guðlaugi fyrir að gæta hagsmuna þess í pólitíkinni. Mikið er til í þessu, þótt ekki sé sjálfgefið, að styrkur feli í sér mútur. En þetta eru svo háar upphæðir, að óvenjulegar hljóta að teljast. Eðlilegt er því, að grunsemdir vakni. Fjármagn Guðlaugs hefur sérstöðu og hlýtur því að sæta illu umtali. Ég sé ekkert athugavert við, að Björn Valur neiti að biðjast afsökunar.