Verðbólga er nánast engin. Síðustu þrjá mánuði hefur hún verið 1,4% miðað við heilt ár. Sé reiknað heilt ár aftur í tímann, er hún hins vegar 11,9%. Við það miða Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og Seðlabankinn. Inni í þeirri tölu er sjálft bankahrunið, þegar krónan hrundi. Nú hefur verið traust staða í þrjá mánuði og miklu nær er að miða við hana. Vextir Seðlabankans eiga því ekki lengur að vera uppi í skýjunum. Umsvifalaust þarf að lækka stýrivexti niður í 3%. Þar með leggst niður það rugl, sem er á vöxtum atvinnulífsins og húsnæðislána. Vaxtalækkun er mikilvægur hlekkur í endurreisn þjóðfélagsins.