Styður róttæklinginn

Punktar

Risafyrirtækið Coca Cola heldur peningalega uppi virkasta róttæklingi Bandaríkjanna. Með stuðningi þess segir Rick Berman á vefnum og víðar, að tóbak sé hollt, að lágmarkslaun séu vond, að ekki skuli hafa eftirlit með gæðum matvæla, að verkalýðsfélög séu á vegum Fidel Castro, að Mæður Gegn Ölvun Við Akstur séu skelfilegar kerlingar og að ekki sé of mikið af merkúríum-málmi í fiski. Gott er að þurfa ekki að styðja Coca Cola til að hjálpa Berman til að heilaþvo fólkið. Raunar eru stórfyrirtæki að baki margs þess, sem sjúklegast er í bandarískri þjóðmálaumræðu.