Styðja pyndingastjórann

Punktar

Bandaríkin vinna hörðum höndum að því að reyna að hindra almannavilja í að sigra í Egyptalandi. Barack Obama vill, að pyndingastjóri landsins, Omar Suleiman varaforseti, taki við. Hann stjórnar leyniþjónustunni og stjórnar ofbeldinu á Tahir-torgi í Cairo. Kominn í viðræður við Bræðralag múslima um aðild að ríkisstjórn. Þannig endar þetta eins og í Íran. Almenningur fær engin völd í Egyptalandi, heldur bara klerkarnir. Hvar sem vandamál rísa í heiminum, þá koma Bandaríkin og gera illt vera. Elska “sterka” leiðtoga. Ekkert heimsveldi sögunnar hefur reynzt jafn ófært um að læra af reynslunni.