Sturla fær prik

Punktar

Gott hjá Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra að opna spjallrás á heimasíðu ráðuneytisins, svo að fólk geti tjáð sig um mál þess. Fyrsta umræðuefnið er, hvort hækka eigi bílprófsaldur úr sautján árum í átján. Mitt svar við þeirri spurningu er, að menn eigi að fá allan borgaralegan rétt um leið og þeir verða skattskyldir. Mér finnst, að fólk eigi líka að fá að tjá sig um forgang hraðbrauta á Reykjavíkursvæðinu eða röra í afskekktum fjöllum. Einnig um forgang lagfæringu hringvegar eða viðbótarvegi um afskekktar heiðar. Setjum stórpólitísku málin í umræðu á vefnum.