Þótt Atlantshafsbandalagið hyggist nú taka aukinn þátt í þjálfun hins nýja hers Íraks, situr enn við það sama, að Frakkland, Þýzkaland, Kanada, Belgía, Lúxemborg, Grikkland og Spánn neita að taka þátt í þessu starfi, ef það kostar að senda menn til Íraks. Sem dæmi um tregðu Evrópuríkjanna má nefna, að þátttaka Frakklands felst í að senda aðeins einn fulltrúa til stjórnar þjálfunarinnar í Belgíu, ekki til Íraks. Er nú búizt við, að Atlantshafsbandalagið útvegi 159 kennara, en ekki þá 3000, sem Bandaríkin heimtuðu. Af þeim eru 111 teknir til starfa við þjálfun írakskra hermanna.