Allt gengur í haginn hjá þjóðinni. Allur jöfnuður við útlönd er hagstæður, vöruskiptajöfnuður, þjónustujöfnuður, þáttajöfnuður. Svo tugum milljarða skiptir í hverjum mánuði. Ríkisstjórnin notar tækifærið til að efna til nýs hruns. Hún endurnýjar tök bankabófanna í helztu áhrifastöðum stóru bankanna. Og hún framlengir ríkisábyrgð á innistæðum í bönkunum. Hvort tveggja leiðir óhjákvæmilega til áhættusækni og fjárhættuspils siðblindra bankabófa. Fælni stjórnarinnar við að taka fast á helzta geranda hrunsins einkennir stefnu hennar. Stjórnin leiðir okkur upp úr hruni ársins 2008 yfir í næsta hrun.