Strika út og skrifa inn

Punktar

Demókratinn Joseph Lieberman og repúblikaninn John McCain hafa hvatt til, að Bandaríkin striki Sovétríkin úr átta ríkja hópnum, G8, sem í eru sjö helztu iðnríki heims og Sovétríkin. Athyglisvert er, að þessir forsetaframbjóðendur telja Bandaríkin geta að geðþótta strikað út og skrifað inn ríki á slíka lista. Hafa má það til marks um, að ekki sé það George W. Bush einum að kenna, að útblásin Bandaríkin telja sig ráða öllu í heiminum um þessar mundir. Til mótvægis ætlar Vladimír Pútín að kvarta um pyndingar bandaríska hersins og vafasamar talningavélar í bandarískum kosningum.