Stríðsfréttirnar hurfu

Punktar

Sjónvarpsfréttastofur Bandaríkjanna hafa þurrkað út stríðsfréttir á bezta fréttatíma. Stríðsfréttaritarar segja almennt, að fréttir þeirra fái engan aðgang. Þetta á við um CBS, ABC og NBC. Meirihluti fólks treystir á fréttir sjónvarps og veit því lítið um hörmungarnar í Írak og Afganistan. Þjóðin hefur misst áhuga á stríðinu. Hún kennir sér sem kjósendur ekki um, hvernig málum er komið. Menn vilja ekki sjá stríðið og vona að það hverfi. “Out of sight, out of mind”. Hagkerfi sjónvarps er auglýsingadrifið. Og auglýsendur hafa engan áhuga á að kaupa auglýsingatíma nálægt vondum stríðsfréttum.