Stríðið talið stríðsglæpur

Punktar

Margir alþjóðlega viðurkenndir lögmenn halda fram, að fyrirhugað stríð Bandaríkjanna við Írak sé ólöglegt samkvæmt alþjóðalögum, nema það verði fyrirfram samþykkt af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Samþykkt öryggisráðsins nr. 1441 sé svo loðin, að hún veiti enga heimild til stríðs, án þess að ný ályktun taki af skarið. Mark Littman segir í Guardian, að án slíkrar heimildar verði stríð Bandaríkjanna glæpur allra glæpa, sem geti endað með, að helztu forvígismenn stríðsins geti ekki farið til annarra landa án þess að eiga á hættu að vera dregnir fyrir stríðsglæpadómstól.