Stríðið gegn prívatakstri

Punktar

„Fjár­magnið yrði sett í vist­væn­ar al­menn­ings­sam­göng­ur,“ segir yfirskipulagsstjóri Reykjavíkur. Hjálmar Sveinsson útskýrir, hvers vegna ekki verði lögð mislæg gatnamót í tíu ár. Segir „það engu breyta, þótt byggð verði mis­læg gatna­mót“. Gatnakerfið muni hvort sem er springa á þeim tíma. Það, sem gert yrði, mundi hvort sem er ekki nægja og þess vegna verði ekkert gert. Ég er ósammála þessari sérstæðu röksemdafærslu. Ekkert bendir til annars en að umferð bíla aukist eins og áður. Sérstaklega ef tveggja sæta sjálfeknir rafbílar eru þá að skutlast út um allt með einn farþega í einu. Erfitt er að knésetja dálæti fólks á prívatakstri.