Stríð: Pólitískt eiturlyf

Punktar

Gary Younge segir í Guardian, að George W. Bush Bandaríkjaforseti þurfi reglubundið pólitísk eiturlyf á borð við stríðið við Írak til að halda völdum. Tvær milljónir starfa hafa farið forgörðum í Bandaríkjunum síðan hann tók við völdum og nærri fjórðungur hefur hrunið af verðmæti bandarískra fyrirtækja samkvæmt kauphallarskráningu. Ríkissjóður stóð vel, þegar Bill Clinton fór frá, en hefur farið á hvolf eftir að Bush tók við. Kjósendur hafa illan bifur á áformum hans um skattalækkanir, sem fyrst og fremst koma hinum allra ríkustu til góða.