Bandaríkjamenn vita ekki verð stríðsins gegn Írak. Þeir borga það nefnilega ekki. Sexhundruð milljarðar eru teknir að láni til að heyja siðlaust stríð úti í heimi. Bandaríkjamenn velta sér bara í sukki og velsæld. Reikningur stríðsins hefur verið sendur til barna þeirra, sem nú eru fullorðnir. Kjósendur, sem bera ábyrgð á rugli Bandaríkjanna, hafa ekki borgað neitt og ætla ekki að borga neitt. Þeir vísa öllum eftirmálum til framtíðarinnar. Það er svo sem ekki nýjar fréttir fyrir Íslendinga, sem eru vanir slíku í smáum stíl. En Bandaríkin hafa kastað 600 milljörðum á herðar afkomendanna.