Stráir salti í plógfarið

Punktar

Catherine Bennet skrifar kostulega grein um Cherie Blair í Observer í dag. Tilefnið er útkoma sjálfsævisögu forsætisráðherrafrúarinnar fyrrverandi. Bennet gerir stólpagrín að henni, segir hana eiga að höfða meiðyrðamál gegn sjálfri sér. Ævisagan sýni ágirnd hennar og heimsku og sjálfsdýrkun, sífelldar tilraunir til að græða á frúarhlutverkinu. Catherine sallar bókina niður í smáatriðum. Þótt Blair hafi verið afleitur, er frúin hálfu verri. Ég hef aldrei áður séð bókarýni, sem líkist árásinni á Karþagó. Sem rústar borgina, plægir upp borgarstæðið og stráir salti í plógfarið.