Stórslysið rúllar niður

Punktar

Áhættufælni magnaðist í kauphöllum í dag, AIG-risinn hrundi. Bakslagið í Bandaríkjunum í gær hélt áfram í Asíu í nótt og í Evrópu í morgun. Staðan versnaði síðan í Bandaríkjunum nú síðdegis. Hrunadansinn færist til eftir sólarupprásinni. Peningar voru af skornum skammti, þegar allir vildu selja pappíra. Jen og ríkispappírar eru það eina, sem heldur velli. Áhættuálag á ríkissjóði og banka hækkaði enn. Stýrivextir í Bandaríkjunum eru sagðir lækka í 1,50-1,75% til að hvetja viðskipti. Olíutunnan er farin að nálgast $90 á leið niður. Frjálshyggja fjármála er stórslys, sem rúllar niður.