Stórsigur Ingibjargar

Punktar

Stórfrétt gærdagsins var fylgi formannsframbjóðenda meðal fylgismanna Samfylkingarinnar. Fréttablaðið segir, að Ingibjörg Sólrún hafi 75% fylgi á móti 25% fylgi Össurar og Morgunblaðið hefur eftir Gallup, að hún hafi 70% fylgi á móti 30% fylgi hans. Úrtakið er í báðum tilvikum lítið, en fylgismunurinn svo eindreginn, að hann er marktækur þrátt fyrir lítið úrtak. Þetta er meiri munur en ég hélt á sínum tíma, þegar ég spáði Ingibjörgu Sólrúnu tveimur atkvæðum af hverjum þremur. En nú hafa alvöru kannanir talað og eytt óvissunni í kosningabaráttu um formann í Samfylkingunni.