Sverrir Stormsker er einn skemmtilegasti álitsgjafi landsins. Stíll hans er sérstakur, orðheppnin síkvik og þverstæðurnar einstæðar. Í dag skrifar hann langa minningargrein um Osama bin Laden. Þar er hvert orð hnitmiðað. Öfugt við bullið, sem okkur er daglega boðið á fleiri síðum í Mogganum en ég kæri mig um að muna. Dæmi um stílinn: “Hefði hann náðst lifandi og verið dreginn fyrir dómstóla þá hefði hann líklega verið dæmdur á líkum. Mjög mörgum líkum.” Ennfremur: Hann “fór ekki troðnar slóðir í lífinu og batt ekki gísla sína sömu hnútum og samferðamennirnir.”. Lesið frumritið, samfellda snilld.