Ef Jón Baldvin Hannibalsson hefur verið sakaður um að vera barnaníðingur, hefur það farið framhjá mér. Hann er hins vegar sakaður um dómgreindarbrest. Einkum í bréfi til barnungrar stúlku, sem þá var skiptinemi í Venezúela. Jón Baldvin hefur beðist afsökunar á bréfinu og kennir Bakkusi konungi um málið. Fjölskylda hans hefur samt gripið til varna í baráttustíl og er það hennar eigin ákvörðun. Sonur hans kom til landsins af þessu tilefni og gaf út stórkarlalegar yfirlýsingar. Mér er samt ekki ljóst í hverju vörnin felst umfram þær venjulegu stöðuyfirlýsingar, sem einkenna íslenzk ágreiningsefni.