Stóri bróðir.

Greinar

Erlend tölfræði segir okkur að búast við, að almenn notkun bílbelta geti bjargað þremur-fjórum mannslífum á Íslandi á ári og hindrað fjörutíu alvarleg slys. Þetta eru háar tölur, sem full ástæða er til að taka mark á.

Enda er víða í Vestur-Evrópu orðin skylda að nota bílbelti. Sektum er jafnvel beitt gegn brotum á reglunni. Þetta gildir í Svíþjóð, Vestur-Þýzkalandi, Frakklandi og Hollandi að minnsta kosti. Og Bretar eru að velta þessu fyrir sér.

Þeir, sem vilja lögfesta notkun bílbelta, benda á þá miklu ábyrgð, sem hver ökumaður hafi gagnvart heimili sínu, ættingjum og vinum. Það sé ekki mál hans eins, ef hann stofni lífi sínu í hættu.

Þeir benda líka á, að beltislausir ökumenn séu ekki borgunarmenn fyrir tjónum, sem þeir kunna að valda. Tryggingafélögin borgi tjón á bílunl og alnlannatryggingar borgi tjón á heilsu, svo sem með órorkubótum og sjúkrahúsadagpeningum.

Því spyrja þeir: Á ríkið að leyfa þá alvarlegu vanrækslu að nota ekki bílbelti?

Hugsun af þessu tagi er mjög áberandi hjá yfirvöldum umferðarmála. Þau sekta menn ekki aðeins fyrir að valda öðrum skaða. Þau sekta menn líka fyrir skort á aðgæzlu, þótt ekki leiði til slysa né annars tjóns.

Dæmi um þetta eru stöðumælasektirnar og sektirnar við brotum gegn biðskyldu og hámarkshraða, svo og mælinsarnar á áfengismagni í blóði. Reynslan hefur sýnt, að almenningur virðir ekki lög af þessu tagi.

Allar þessar reglur fjalla um skort á sjálfsaga, fremur en um eiginleg afbrot. Segja má, að í þeim felist fyrirbyggjandi aðgerðir. En hinu má ekki heldur gleyma, að þær magna virðingarleysi almennings fyrir lögunum.

Með röksemdafærslu bílbeltasinna væri greinilega sjálfsagt að banna allt áfengi og tóbak í landinu. Þetta eru sannanlega hættulelgar vörur. Hví á þá að leyfa mónnum að spilla heilsu :sinni með þeim og valda sér og þjóðfélaginu fjárhagstjóni.

Áfenjgisbann hefur verið reynt hér og kann að koma aftur. Áhugi á tóbaksbanni fer ört vaxandi.

Síðun er unnt að halda áfram röksemdafærslunni og snúa sér að fleiri sjálfskaparvítum almennings. Af hverju ekki banna, að sykur sé settur út á mat, úr því að sannað þykir, að hann sé óhollur?

Af hverju ekki banna mönnum óhóflegt hreyfingarleysi og sekta þá um 5.000 krónur fyrir að skokka ekki í tíu mínútur fyrir morgunverð? Sjálfsagt er unnt að sanna, að hreyfingarleysi valdi enn meira tjóni en vanræksla á notkun bílbelta.

Menn kunna að hlæja að þessu núna. En ríkisvaldið er jafnt og þétt að þrengja að frelsi borgaranna, líka frelsi þeirra til að fara sjálfum sér að voða. Með sama áframhaldi hættum við að þurfa að hugsa, því að Stóri bróðir sér um allt slíkt fyrir okkur.

Hvert einasta skref í átt til aukins ófrelsis er stutt auðskiljanlegum rökum á borð við þau, sem nú miða að lögfestingu á notkun bílbelta. Jafnframt vilja gleymast hinar stóru spurningar um frelsi einstaklingsins og virðingu manna fyrir lögunum.

Jónas Kristjánsson

Dagblaðið