Stóra U-beygjan

Punktar

Donald Trump hótar ekki bara kjarnorkuárás á Norður-Kóreu. Nú er hann einnig farinn að hóta Venezúela hernaði. Í kosningabaráttunni kvartaði hann yfir dýrum afskiptum Bandaríkjanna af umheiminum og vildi helzt einangra ríkið með múr. Er nú orðinn herskárri í orði en fyrirrennararnir. Hefur með því skapað óvissu og öryggisskort um heim allan. Auðvitað er- Norður-Kórea leiðindaríki, en það bætir ekki úr skák, að Trump fari að gaspra eins og Kim Jong Un. Það dregur líka úr mætti hótana, að standa ekki við þær. Þótt það sé að vísu skárra en að koma öllu í bál og brand. Verst er, að Bandaríkin hafa að mestu glatað vestrænni forustu.