Hið stóra ritskoðunarmál Símonar Birgissonar er upplýst. Ég ritskoðaði hann stundum, en ekki nógu oft. Hann hætti ekki vegna ritskoðunar, heldur við allt annað tækifæri og þá vegna launa. Bergsteinn Sigurðsson á Fréttablaðinu upplýsir, að umrædd ritskoðun hafi byggzt á samkomulagi mín og Sigurjóns M. Egilssonar, þáverandi fréttaritstjóra Fréttablaðsins. Það snerist um, að DV stæli ekki frétt frá Fréttablaðinu, sem síðara blaðið hafði unnið og birti síðan. Til gamans má geta þess, að meðan Jón Ásgeir átti DV töluðum við bara einu sinni saman. Að mínu frumkvæði. Um sameiginlegt áhugamál, kappakstur.