Birgitta Jónsdóttir segir Lilju Mósesdóttur hafa trúað Hreyfingunni fyrir ljótum níðpóstum um sig frá Samfylkingunni. Hver af öðrum hafa þingmenn Samfylkingarinnar birt sína tölvupósta, sem virðast harla kurteisir. Kominn er því tími til að leggja spilin á borðið og segja, hverjir senda Lilju níðpóst. Eða níðpóst um Lilju til þriðja aðila. Annars er upphlaup hennar og Hreyfingarinnar bara óskammfeilið eins og sjálft blaðið, sem var vettvangur dylgjanna. Enginn er vel settur, sem gerir Hádegismóra að öxl til að gráta á. Stóra níðpóstamálið hefur hingað til fallið flatt, hvað sem síðar verður.