Stokkur eða göng

Punktar

Hef í rúman áratug mælt með Miklubraut í stokk, allt frá Landspítala um Lönguhlíð, Kringlumýrarbraut, Háaleitisbraut og Grensásveg. Ofan á stokknum má hafa brautir fyrir gangandi fólk og hjólandi, auk gífurlega víðáttumikils svæðis, sem má annað hvort hafa grænt eða til bygginga. Hugsanlega er skynsamlegra að bora en grafa og fara þá dýpra með brautina. Við höfum mikla reynslu af jarðgöngum. Göng trufla heldur ekki umferð ofanjarðar á framkvæmdatímanum. Reisa má bílastæðahús við Landspítalann og Umferðarmiðstöðina. Loks má bora áfram undir Þingholtin og tengja saman Miklubraut og Sæbraut. Þetta er þveröfugt við núverandi skipulagsstefnu.