Stjörnulaus vegur

Punktar

Útlendir sérfræðingar misstu af nýja kaflanum á vegi 1 frá Gljúfrá upp fyrir Munaðarnes, þegar þeir gáfu íslenzkum vegum þrjár stjörnur af fjórum mögulegum. Þessi kafli er að mestu í holum og öldum eins og gamlir vegir, sem sökkva í mýrum. Verktaki vegarins hefur sparað um of og ekki skilað frambærilegri vinnu. Það er skylda Vegagerðarinnar sem verkkaupa að sjá um, að verktakar skili frambærilegri og skaðlausri vinnu. Vonandi verða brýnar og nauðsynlegar endurbætur á kaflanum ekki á kostnað skattgreiðenda. Of mikið er um, að verktakar komist upp með hvað sem er.