Stjörnuhúsin eru níu

Punktar

Stjörnuhús Michelin eru níu í Höfn. Tvær stjörnur koma í hlut Ensemble, sem er að baki Konunglega leikhússins við Tordenskjoldgade 11. Eina stjörnu fá Kommandanten að baki hótels Angleterre við Ny Adelgade 7, Kong Hans Kælder við kanalinn í Vingårdstræde, Pierre André við Ny Østergade 21 og Godt við Gothersgade 21, bæði að baki Angleterre, Oubaek við Store Kongensgade 52 og Dronningens Tværgade, Era Ora við Overgaden neden Vandet 33B í Kristjánshöfn, Formel B við Vesterbrogade 182 og loks það hús, sem ég er ekki sammála, Noma við Strandgade 93, við hlið sendiráðs Íslands.