Í skjóli Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra rífur Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri kjaft við ríkisendurskoðanda Alþingis. Neitar að afhenda gögn um viðskipti embættisins við Radíóraf. Flaggar pöntuðu lagatækni-áliti frá hinum víðfræga Karli Axelssyni hjá Lex. Telur, að það sé ekki hlutverk ríkisendurskoðanda að leggja mat á meint brot embættismanna. Auðvitað er það einmitt hlutverk hans, þótt lagatæknir reyni að venju að segja svart vera hvítt. Hvernig á að hafa eftirlit með embætti, sem neitar að afhenda gögn? Ögmundur Jónasson stuðlar í máli þessu að óbærilegri stjórnsýslu Undralands.