Stjórnlausar hamfarir

Punktar

Stjórnvöld hafa misst tök á landsmálum. Í góðærinu hefur ungt fólk ekki lengur efni á að koma yfir sig þaki. Stjórnin sparkar ítrekað í öryrkja og aldraða, tryggustu fylgismenn sína. Hlutafélagavæddar ríkisstofnanir leika lausum hala, allt frá Landsvirkjun yfir í Isavia. Biðlistar lengjast hratt á Landspítala. Stjórnleysi magnast líka erlendis. Hundruð farast í hryðjuverkum. Tíuþúsund börn hafa horfið sporlaust í Evrópu á nokkrum árum. Verðsveiflur olíu eru ekki lengur viðráðanlegar. Einnig mengun hafsins og hitnun jarðar af mannavöldum. Við þurfum nýtt fólk með nýja yfirsýn og nýjar lausnir. Við þurfum pírata.