Stjórnlaus Strætó

Punktar

Frétt gærdagsins var í DV. Forstjóri Strætó hefur ráðið eiginkonuna til að líta eftir veikindasvindli vagnstjóra. Hún er forstjóri einkafyrirtækis, sem í boði Strætó sendir trúnaðarlækni til veikra vagnstjóra. Þetta er skólabókardæmi um spillingu. Augljóst má vera, að Strætó getur ekki skipt við fyrirtæki eiginkonu forstjórans. Punktur og basta. Það er hlutverk stjórnar fyrirtækja að hindra svona lagað. En stjórn Strætó er ekki starfi sínu vaxin. Það hefur oft komið fram, enda er Strætó æ í vondum fréttum. T.d. fyrir að hella brennivíni í vagnstjóra og kæra þá svo fyrir fyllerí.