Stjórnin hangir á bláþræði

Punktar

Stjórnarmeirihlutinn féll í viðskiptanefnd. Helmingur Framsóknar greiddi atkvæði með stjórninni, hinn helmingurinn með Sjálfstæðisflokknum. Sýnir ljóslega, að ríkisstjórnin hangir á bláþræði. Hefur ekki þingstyrk til að ná málum fram á þingi. Davíð er enn við völd í boði Framsóknar. Stjórnin verður að rifa seglin og einbeita sér bara að tvennu. Í fyrsta lagi að koma Davíð og frjálshyggjunni frá völdum í peningamálum. Í öðru lagi að standa við lofaðar kosningar í apríllok. Til að koma Davíð frá þarf hún að leyfa Framsókn að stjórna bak við tjöldin. Svo er bara að fara í kosningaslaginn.