Stjórnið þessum útúrfríkuðu

Punktar

Stjórnkerfið getur náð stjórn á útúrfríkuðum skilanefndum og slitastjórnum. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins vinnur bara ekki vinnuna sína. Samkvæmt lögum á hann að sjá um, að þessar græðgisnefndir starfi samkvæmt kröfum laga um stjórnarmenn og viðskipti við tengda aðila. Hann á að sjá um, að nefndirnar skammti sér ekki laun að vild og skammti sér ekki starfsaldur að vild. Yfir ónothæfum forstjóra er ráðherra, Árni Páll Árnason. Hann er þekktur fyrir að gera ekkert gegn græðgisfíklum og frjálshyggjugaurum. Við þurfum ekki lög til að stýra þeim. Þurfum bara að losna við Gunnar Þ. Andersen og Árna Pál.