Í almennri atkvæðagreiðslu á vefnum höfnuðu píratar aðild að öllum þremur tillögum nefndar Sigmundar Davíðs um breytingar á stjórnarskrá. Útkoman var eindregin og féll gegn meðmælum nefndarmanns pírata og þingmanna þeirra annarra en Birgittu. Þetta er mikill sigur þess sjónarmiðs að keyra beri á fullu á meginatriðum stjórnarskrár Stjórnlagaþings. Að ekki beri að láta sjónhverfingar og orðaleiki auðgreifa villa sér sýn á þeirri leið. Útkoman er hvatning til Samfylkingar um að falla frá stuðningi formanns síns við áðurefndar tillögur Sigmundarnefndar. Veikir framvindu tilraunar nefndarinnar til að drepa stjórnarskránni á dreif.