Upplýst er, að flokkar voru pólitískur armur Baugs og Bjögga. Sumt er orðið gegnsætt, sem áður var einkamál. Fólk er farið að átta sig á, að fjármál og eignamál geta ekki verið einkamál í lýðræði. Um gegnsæi þarf að setja ákvæði í stjórnarskrá, sem hnykkt verði á í lögum um tekjur, eignir, skuldir og skatta. Skattskrá á ekki bara að liggja frammi í nokkrar vikur, heldur vera árið um kring á vefnum eins og í Noregi. Framtöl eiga raunar öll að vera aðgengileg á vefnum, svo og fasteignaskrár og bifreiðaskrár. Setja þarf skorður við starfi glæpaverndar-stofnana á borð við Persónuvernd.