Stjórna eða hunza

Punktar

Í leiðara International Herald Tribune er tekið undir ummæli Gerhard Schröder, kanzlara Þýzkalands um að Nató sé “ekki lengur aðalvettvangur umræðna og samræmingar á stefnumörkun milli Atlantshafsríkja.” Blaðið bendir á, að í Nató hafi ekki verið umræða um stríð við Írak, vopnasölu til Kína og kjarnorkuvæðingu Írans. Ríkisstjórn Bandaríkjanna vilji hafa það .þannig áfram, að Nató sé stofnun, sem hún geti ýmist stjórnað eða hunzað. Skilaboð Schröders eru, að slíkt gangi ekki lengur upp. Þess vegna verði að endurmeta, hvernig Nató komi að stefnumótun í heimspólitískum málum.