Stjarnfræði stríðseyðslu

Punktar

Joseph Stiglitz nóbelshagfræðingur segir stríðið við Írak kosta Bandaríkin þrjár trilljónir dollara. Þýðir þrjár milljónir milljóna, líklega þrjár billjónir dollara á íslenzku. Stjarnfræðilega talan er fundin með því að bæta ýmsu við hefðbundinn stríðskostnað. Svo sem endurhæfingu fatlaðra hermanna og endurnýjun eyðilagðs stríðsbúnaðar. Þetta kemur fram í bókinni “The Three Trillion Dollar War”. Kostnaðaráætlun forsetans dugði aðeins fyrir fjögurra daga stríði. Meirihluti kostnaðarins er tekinn að láni og mun um síðir sliga Bandaríkin. Sligið hófst með hruni fasteignaviðskipta.