Gaman er að fylgjast með ritdeilu Hallgríms Helgasonar og Kára Stefánssonar í Fréttablaðinu, þótt leikurinn sé ójafn, annar maðurinn stílisti, en hinn landskunn frekja, sem er einkum að reyna að sýna, að hann sé ekki haldinn fordómum í garð menningarvitans. Hins vegar hefur flug rithöfundarins heldur daprast í síðari grein hans, þar sem greinilega skín pirringur í gegn. Í svona bófahasar tapar alltaf sá, sem kviðdómendur telja, að síður geti dulið gremju sína. Kári á því enn séns, ef hann leikur næsta leik með léttu háði, þar sem hvergi örlar á beizkju. Þetta eru skemmtileg vígaferli.