Stígur vart í fjármálavitið

Punktar

Steingrímur J. Sigfússon hélt illa á dánarbúi Sparisjóðs Keflavíkur. Átti aldrei að láta ríkið taka ábyrgð á sukki forkólfa Sjálfstæðisflokksins suður með sjó. Stofnaði SpKef, sem átti ekki að kosta skattgreiðendur krónu. Tjón ríkisins nam hins vegar risavöxnum 25 milljörðum. Sýnir, að Steingrímur og aðstoðarmenn hans skortir fjármálavit. Að vísu er sukk Sjálfstæðisflokksins ekki honum að kenna, en hreingerning hans fór út um þúfur. Steingrímur á að segja af sér ráðherradómi og formennsku í flokki sínum. Því komið hefur í ljós, að hann er langt frá því að vera eins gáfaður og hann telur sig vera.