Stéttaskiptingin

Punktar

Stéttaskipting er meiri í löndum tækifæranna, Bandaríkjunum og Bretlandi en á Norðurlöndum, í Þýzkalandi og Kanada, samkvæmt rannsókn London School of Economics. Samkvæmt henni er stéttaskipting að aukast í Bretlandi og stendur í stað í Bandaríkjunum. Skólaganga barna fer eftir tekjum og aðstöðu foreldra, enda er aukin áherzla lögð á kostnaðarhlutdeild foreldra í skólakostnaði barna. Hin löndin leggja mikla áherzlu á jafnrétti til náms. Gaman væri að vita, hvar Ísland hefði lent í þessum samanburði. Hér gæla yfirvöld við hugmyndir um að koma upp skólagjöldum og auka þau.