Stéttarfélög í kulda

Punktar

Forustumenn stéttarfélaga kvarta um áhugaleysi stjórnvalda á viðræðum um nýja kjarasamninga. Guðmundur Gunnarsson talar um “forkastanleg vinnubrögð” og “algert ábyrgðarleysi”. Hann hafði dreymt um, að koma Samfylkingarinnar í ríkisstjórn mundi veita aðgang að áhuga stjórnarinnar. Hann áttar sig ekki á, að Samfylkingin hefur breyzt. Hún er ekki lengur Arbejderparti eða Labour. Hún er nýtt íhald, flokkur að hætti hins illræmda Tony Blair, sem hatar verkalýðsfélög. Hún telur þau standa í vegi framfara. Hún vill, að markaðurinn leysi velferðina af hólmi. Telur verkalýðsfélögin tímaskekkju.