Fínustu bjánar landsins eru núna komnir saman á Landsfundi Flokksins. Þar heyra þeir vel þegnar kenningar um, að hrunið sé ekki leiðtogum þeirra og stefnu þeirra að kenna. Þar klappa þeir fyrir kúlufólki, sem skiptar efstu sæti á listum. Og mest fyrir nýjum formanni, sem er með silfurskeiðar úr munni og eyrum. Þar koma fátæklingar saman og fá að vera með yfirstéttinni um helgina, stétt með stétt. Þar er ákveðið, að hér eftir sem hingað til muni Flokkurinn nota atkvæði fábjánanna til að hlaða undir yfirstéttina: Leifar kolkrabbans, kvótagreifana, kúlufólkið, gæludýrin, Stétt með stétt.