Ísraelar eru iðnir við kolann og samir við sig. Nú hefur komið í ljós leyniáætlun ríkisins um að taka landeignir Palestínumanna í Austur-Jerúsalem eignarnámi án þess að greiða neitt fyrir þær. Fyrst var reistur múr til þess að þeir kæmust ekki milli húsa sinna og akra. Nú verður fjarveran frá heimilum þeirra í Jerúsalem notuð til að lýsa eignarhaldið marklaust og afhenda það öðrum. Í stóru og smáu ofsækir Ísrael Palestínumenn, reynir að grafa undan efnahag þeirra og sjálfsvirðingu, allt í skjóli eindregins stuðnings Bandaríkjanna, sem bera ábyrgð á svínaríinu í heild.