Steingrímur kann bara að slást

Punktar

Skoðanakönnunin sýnir, að ríkisstjórnin gjörtapaði IceSave stríðinu. Svo algerlega, að þjóðin heldur, að IceSave sé núverandi ríkisstjórn að kenna. Einkum Steingrími Sigfússyni, sem kom hvergi að málinu á sínum tíma. Þessa gröf hefur ríkisstjórnin grafið sjálfri sér. Einkum Steingrímur. Þetta var ríkisstjórn, sem hafði allt í höndum sér. Hún hafði stuðning okkar til að taka erfiðar og óvinsælar ákvarðanir. Öllum þessum góðvilja sóaði hún í IceSave. Þjóðin vildi öryggisventil á samninginn og fékk ekki. Stjórnin kann ekki að hlusta á fólk, Steingrímur kenn bara að slást. Því fór sem fór.