Steingrímur ber ábyrgðina

Punktar

Steingrímur J. Sigfússon setti veruleikafirrtan rugludall yfir Bankasýslu ríkisins. Getur síðan ekki þvegið hendur sínar af gerðum hans. Allra sízt þeirri að gera einkavæðingarmann Framsóknar að forstjóra Bankasýslunnar. Hún hafnar stefnu ríkisstjórnarinnar um banka, sem “þjóna hagsmunum íslenzks samfélags”. Þvert á móti endurskapar hún gjaldþrota banka í fyrri mynd. Bankarnir urðu aftur að skrímsli, sem reynir að framleiða peninga með því að kasta þeim milli eignarhaldsfélaga. Sem afskrifar skuldir ofurbófa á kostnað almennings. Af hverju, Steingrímur, er Landsbankinn eins og hinir bankarnir?