Steinbarnið í maganum

Punktar

Evran og Evrópusambandið eru orðin að steinbarni í maga ríkisstjórnarinnar. Vandræði Írlands, Grikklands og fleiri ríkja fæla fólk frá umsókn um aðild. Meirihluti er gegn henni og hann fer vaxandi. Meðan Evrópa er í vandræðum, er engin von um, að þjóðin samþykki aðild, hverjir svo sem skilmálarnir verða. Setja þarf málið í hægagang og kanna aðild betur síðar, er aðstæður verða betri. Ég segi þetta sem sannfærður evrópusinni. Atkvæðagreiðsla við núverandi aðstæður gerir bara illt verra. Eyþjóðin er of heimsk og roggin til að skilja, að framtíð hennar felst í auknu samstarfi við nálægar þjóðir.