Stefna er einskis virði

Punktar

Fjölmiðlarnir eiga nokkra sök á, hversu illa er komið fyrir þjóðinni í pólitík. Helzta efni þeirra í tvær vikur fyrir kosningar er að leggja fram vefspurningar, þar sem kjósendur geta borið sig saman við stefnu stjórnmálaflokkanna. Svo veltir fólk fyrir sér niðurstöðunni og ber afstöðu sína síðan saman við annarra. Engin virðist gera fyrirvara um tilgangsleysi þessa. Algengt er að flokkar hafi allt aðra kosningastefnu en ríkisstjórnarverk. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi hafa sósíaldemókratíska kosningastefnu en dólgafrjálshyggju í stjórnarverkum. Í vetur höfðu Vinstri græn þveröfuga stefnu við þá, sem síðan kom í ljós í ríkisstjórn.