Það voru ekki neyðarlögin, sem sögðu Stefáni H. Stefánssyni að fjárfesta í ónýtum pappírum illa rekinna fjárglæfrabanka og krosseignarfélaga. Það voru ekki neyðarlögin, sem þvinguðu hann til að fjárfesta í fyrirtækjum án framtíðar. Sem rúlluðu annað hvort í hruninu eða eru nú í gjörgæzlu hjá skattgreiðendum. Stefán H. Stefánsson var stjórnarformaður Landsvaka. Hann brenndi peninga innistæðueigenda á svokölluðum öruggum reikningum. Þjáist af sama sjúkdómi og allir aðrir, sem eiga þátt í hruni þjóðarinnar: Hann segist ekkert rangt hafa gert og enga ábyrgð bera á neinu. Hann er bara stikkfrí.