Stefán fari til sálfræðings

Punktar

Tek undir tillögur um, að Stefán Eiríksson lögreglustjóri Reykjavíkur leiti til sálfræðings. Hefur undarlegar hugmyndir um hættulegt fólk. Hann beitir gasi á fólk, sem er inni í húsi. Hverjum var það fólk hættulegt, löggunni? Við hvaða neyð var hann að bregðast? Neyð slömmlorda, sem safna miðbæjarlóðum til að reisa verzlunarmiðstöð? Hver þarf nýja Kringlu? Hann beitir vélsögum á gamlar mubblur til að hindra skemmdir á húsnæði, sem á að rífa. Er Stefán með öllum mjalla? Getur ekki dómsmálaráðherra reynt að hafa hemil á þessu galna liði, sem Björn Bjarnason hermálaráðherra safnaði til að áreita fólk?