Stefán 1 – Hannes 0

Punktar

Efnahags- og framfarastofnunin OECD hefur kveðið upp úrskurð í deilu milli íslenzkra álitsgjafa. Stefán Ólafsson hafði rétt fyrir sér og Hannes Hólmsteinn Gissurarson rangt fyrir sér. Skattbyrði venjulegs fólks, þar á meðal barnafólks, hefur aukizt, en skattbyrði auðjöfra hefur minnkað. Eina deilan, sem eftir stendur, er hvort fyrrverandi ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðis gerði þetta viljandi eða án meðvitundar. Þegar er komið í ljós, að núverandi stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðis er á sömu braut. Enda hefur Samfylkingin tekið trú á þá bábilju, að skattar auðjöfrar skuli vera lágir.