Starfslokasamningar ríkis

Punktar

Þegar menn missa vinnuna, er algengast, að þeir fái nokkra mánuði borgaða, þrjá eða fjóra. Þeir fátækustu fá þó enn minna, til dæmis fiskvinnslufólk. Að frumkvæði ríkisvaldsins og fyrirtækja í eigu ríkisins hafa svokallaðir starfslokasamningar lekið inn á valda toppa í kerfinu. Illræmdustu starfslokasamningarnir nema tugum milljóna króna og eru augljóslega langt út af kortinu. Ekkert er í þjóðskipulaginu, sem kallar á slíka samninga. Ábyrgðin er fyrst og fremst ríkisstjórnarinnar, sem hefur farið með völd um langan aldur, hefur ekkert gert til að hamla gegn starfslokasamningum og hefur raunar látið þá átölulausa með öllu.